top of page

Hofið er jafnvægissetur sem hjálpar vinnustöðum
að bæta geðheilbrigði starfsfólks

banner_Teachers3.png
bg-skraut.png
Vector Smart Object.png

Hugleiðsla í myndstreymi

Hofið ætlar sér fyrirbyggjandi hlutverk á vinnustöðum með því að veita aðgengi að hugleiðslum í streymi. Hugleiðsla hjálpar starfsfólki að róa hugann og að vera í núinu. Rannsóknir sýna hugleiðslu minnka streitu,bæta einbeitingu og styrkja sjálfsmat. Hugleiðsla skapar vellíðan, gerir samvinnu betri og eykur þannig afköst á vinnustöðum.

Þjónusta Hofsins gerir vinnustöðum kleift að bjóða öllu starfsfólki upp á 10 mínútna hugleiðslur í streymi þegar starfsfólki hentar. Jafnframt fá vinnustaðir upptökur af öllum streymdum hugleiðslum sem standa starfsfólki til boða hvar og hvenær sem hentar. 

Kulnun á vinnustöðum er ein stærsta áskorun atvinnulífsins í dag. Stress, álag og kvíði er í sífellt meira mæli að keyra fólk fram af bjargbrúninni. Ástandið á rót sína í auknu álagi í lífi og starfi. Rannsóknir Prósent (apríl '23) sýna sláandi stöðu:

 

  • 41% starfsfólks finnst það vera útkeyrt í lok vinnudags vikulega eða oftar

  • 25% starfsfólks finnst mjög erfitt að vinna allan daginn vikulega eða oftar

  • 11% kvenna eru með kulnun

  • 18% starfsfólks á aldrinum 18 til 24 ára eru með kulnun

lotus_1.png
bg-skraut.png

Á meðal þeirra fjölmörgu vinnustaða sem hafa nýtt sér þjónustu Hofsins eru m.a.

Hofið í fjölmiðlum

14. nóvember '23 - Viðtal við Morgunblaðið. Lesa

6. nóvember '23 - Mannlegi þátturinn á Rás 1. Hlusta

3. nóvember '23 - Viðtal við Ísland í bítið á Bylgjunni. Hlusta

2. nóvember '23 - Brennslan FM957. Hlusta

bg-skraut.png
lotus_1.png
MicrosoftTeams-image (12).png
bg-skraut.png

Hofið þjónustar vinnustaði

Hugleiðslur í streymi, hugleiðslur og yoga á staðnum ásamt sérsniðnum viðburðum.

stock-photo-young-businessman-doing-yoga

Hugleiðslur í streymi, ásamt upptökum, fyrir vinnustaði

Mánaðarleg áskrift veitir:

  • Daglegar 10 mínútna hugleiðslur í streymi og/eða tölvupósti alla daga.

  • Aðgangur að yfir 50 hugleiðslum, sem fjölgar um fjórar í hverri viku. Vinnustaðir geta fengið hugleiðslurnar inn í kennslukerfin sín eða aðgang fyrir allt starfsfólk í gegnum kennslukerfi Hofsins.

download_edited_edited.jpg

Sérfræðingar í hugleiðslu og yoga inná vinnustaði

Hofið veitir aðgang að tugum helstu sérfræðinga á Íslandi í hugleiðslu og yoga. Jafnframt sérfræðingum með fyrirlestra um streitu, kulnun og jafnvægi. Vinnustaðir hafa kost á að fá sérfræðinga til sín með allt frá stuttum fyrirlestrum og æfingum yfir í vinnustaðaátök sem spanna lengra tímabil, allt eftir þörfum.

Að loknum stuttum fundi um þarfir vinnustaðar gerir Hofið tilboð.

hopefli_edited_edited.jpg

Sérsniðnir viðburðir, frá tveim klst. uppí tvo sólahringa

Hofið vinnur sérsniðna viðburði og ferðir fyrir vinnustaði. Þá er farið inná vinnustaði, eða á óvenjulega staði á eða utan höfuðborgarsvæðis, með starfsmannahópa þar sem dagskráin getur verið eingöngu jafnvægistengd eða blanda af vinnufundi, stjórnendafræðslu og andlegri styrkingu.

zoltan-tasi-vHnVtLK8rCc-unsplash.jpg

Hofið stuðlar að geðheilbrigði vinnustaða

Agnes er stofnandi og eigandi Hofsins. Eftir áralanga keyrslu í amstri faglegs og persónulegs lífs fann Agnes að hugleiðsla hjálpaði henni að kyrra hugann sem alltaf er á fleygiferð, og að ná betra jafnvægi og meiri sátt. Hugleiðsla hennar felst einnig í að iðka þakklæti, sem gerir allt jákvæðara og gerir okkur betur kleift að hvíla í núinu. Þegar við ákveðum að einbeita okkur að því góða sem umlykur okkur verður hversdagurinn litríkari og bjartari. Það er valdeflandi að finna styrk hugans, og að við höfum máttinn til að skilgreina sjálf styrkleika okkar og takmarkanir. 

Hugarfarsbreytingin sem var Agnesi hvatning til að hefja leit sína að innra jafnvægi hefur gefið henni innihaldsríkara líf sem hún brennur fyrir að kynna sem flesta fyrir. Hún trúir því að hugleiðsla og jóga séu lífsstíll sem allir geta tileinkað sér, því í stóra samhenginu felast raunveruleg lífsgæði í sátt og jafnvægi.

agnes-bw_edited_edited.jpg
bottom of page